Skin og skúrir í Vestmannaeyjum 1. ágúst 2004 00:01 Vinsælasta útihátíðin þetta árið er hátíðin Ein með öllu á Akureyri en talið er að um 16 þúsund gestir séu í bænum þessa Verslunarmannahelgi. Ágætis veður hefur verið fyrir norðan sem skýrir án efa aðsóknina. Bragi Bergmann sem er í forsvari fyrir hátíðina segir með ólíkindum hve vel allt hafi gengið. Það hafi verið talsverð ölvun sem hægt hafi verið að búast við miðað við fjölda gesta. Bragi taldi að þetta væri stærsta úthátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Tólf eða fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp, en þau hafi öll verið minni háttar. Þrír voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur. Vestmanneyingar eru þekktir fyrir að vera ánægðir með sína Þjóðhátíð sama á hverju gengur. Um sjö þúsund manns eru á Þjóðhátíð og lék veðrið við gesti í gær. Í morgun var rigning og slagviðri en nú er hins vegar farið að stytta upp og heiðskýr himinn blasir við gestum Herjólfsdals. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV, sagði vonda veðrið ekki hafa skollið á fyrr en seint um nóttina og íþróttahúsið var opnað í morgun fyrir þá sem vildu leita skjóls. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki nú um helgina. Þar hefur allt verið með friði og spekt og fólk virðist hafa skemmt sér hið besta í ljómandi veðri. Unglingarnir hafa keppt í hinum ýmsustu íþróttagreinum og boðið hefur verið upp á skemmtanir á kvöldin en allt gengið áfallalaust fyrir sig að sögn mótshaldarar. Í morgun var blankalogn á Sauðarkróki og rjómablíða. Mótinu lýkur í kvöld með flugeldasýningu. Hátíðin Neistaflug er haldin í Nesskaupsstað um helgina og eru þar á þriðja þúsund aðkomumenn að sögn lögreglu. Þar eins og annars staðar virðast hátíðahöld hafa gengið vel og allir skemmt sér í mesta bróðerni. Þeir höfuðborgarbúar sem ákváðu að sitja heima höfðu nóg við að vera en aðsóknarmet var sett í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þangað komu 17 þúsund gestir í gær, tvö þúsund yfir daginn og fimmtán þúsund manns hlýddu á Stuðmenn spila um kvöldið. Veður var gott og allir skemmtu sér hið besta að sögn viðmælenda fréttastofu. Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Vinsælasta útihátíðin þetta árið er hátíðin Ein með öllu á Akureyri en talið er að um 16 þúsund gestir séu í bænum þessa Verslunarmannahelgi. Ágætis veður hefur verið fyrir norðan sem skýrir án efa aðsóknina. Bragi Bergmann sem er í forsvari fyrir hátíðina segir með ólíkindum hve vel allt hafi gengið. Það hafi verið talsverð ölvun sem hægt hafi verið að búast við miðað við fjölda gesta. Bragi taldi að þetta væri stærsta úthátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Tólf eða fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp, en þau hafi öll verið minni háttar. Þrír voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur. Vestmanneyingar eru þekktir fyrir að vera ánægðir með sína Þjóðhátíð sama á hverju gengur. Um sjö þúsund manns eru á Þjóðhátíð og lék veðrið við gesti í gær. Í morgun var rigning og slagviðri en nú er hins vegar farið að stytta upp og heiðskýr himinn blasir við gestum Herjólfsdals. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV, sagði vonda veðrið ekki hafa skollið á fyrr en seint um nóttina og íþróttahúsið var opnað í morgun fyrir þá sem vildu leita skjóls. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki nú um helgina. Þar hefur allt verið með friði og spekt og fólk virðist hafa skemmt sér hið besta í ljómandi veðri. Unglingarnir hafa keppt í hinum ýmsustu íþróttagreinum og boðið hefur verið upp á skemmtanir á kvöldin en allt gengið áfallalaust fyrir sig að sögn mótshaldarar. Í morgun var blankalogn á Sauðarkróki og rjómablíða. Mótinu lýkur í kvöld með flugeldasýningu. Hátíðin Neistaflug er haldin í Nesskaupsstað um helgina og eru þar á þriðja þúsund aðkomumenn að sögn lögreglu. Þar eins og annars staðar virðast hátíðahöld hafa gengið vel og allir skemmt sér í mesta bróðerni. Þeir höfuðborgarbúar sem ákváðu að sitja heima höfðu nóg við að vera en aðsóknarmet var sett í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þangað komu 17 þúsund gestir í gær, tvö þúsund yfir daginn og fimmtán þúsund manns hlýddu á Stuðmenn spila um kvöldið. Veður var gott og allir skemmtu sér hið besta að sögn viðmælenda fréttastofu.
Fréttir Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira