Menning

Sáðfrumukeppni í sjónvarpi

Framleiðendur Big Brother sjónvarpsþáttanna hafa fengið hugmynd að nýju og býsna umdeildu raunveruleikasjónvarpsefni sem sýna á í Bretlandi innan skamms. Vinnuheiti þáttanna er "Make Me a Mum" þar sem ein kona mun velja sér væntanlegan barnsföður úr hópi karlmanna, að hætti raunveruleikasjónvarps, með því að prófa greind þeirra, líkamlegt ástand og kynþokka. Einnig verður valinn hentugur sæðisgjafi sem þykir passa vel við gen konunnar. Hinir tveir útvöldu eiga svo að keppast um hvor er fyrstur til að frjóvga egg konunnar með glasatækni. Framleiðendur hyggjast sjónvarpa keppninni, eða hinni vísindalegu tilraun eins og þeir segja, með háþróuðum myndavélabúnaði. Fjöldi vísindamanna og lækna munu aðstoða við gerð þáttanna. Bretar hafa gagnrýnt sjónvarpsefnið harðlega og bæði BBC og ITV segjast efins um hugmyndina. Þó er víst að ögrandi sjónvarpsefni fær mikið áhorf og það skiptir framleiðendur Big Brother miklu máli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×