Eldmóðurinn er mikill 20. júlí 2004 00:01 Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga. Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga.
Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira