Morgunblaðið fækkar fréttariturum 13. október 2005 14:24 Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Í bréfi Morgunblaðsins til fréttaritaranna segir að endurskoðun á fréttaritarakerfi blaðsins hafi staðið yfir um skeið og ástæðan sé m.a. sú að umbylting hafi orðið í öllum samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fjölmiðlun hvers konar sem geri það að verkum að ekki sé eins mikil þörf á þéttriðnu fréttaritarakerfi og var í eina tíð. „Mörg sveitarfélög eru farin að halda úti ágætum vefjum með staðbundnum fréttum. Víða eru komin héraðsfréttablöð eða héraðsfréttavefjir, nema hvort tveggja sé, sem sinna staðbundnum fréttum og þá er orðin spurning hversu brýn ástæða er að leggja áherslu á slíkar þröngar staðbundnar fréttir í dagblaði á landsvísu“, segir m.a. í bréfi Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, segir í samtali við vef Bæjarins besta að ákveðið hafi verið að fækka fréttariturum blaðsins um 20-30 en þeir verði áfram 50-60 talsins. Aðspurður um hvort ráðstöfunin rýri ekki þjónustu blaðsins á landsbyggðinni segir Björn Vignir svo ekki vera. „Með þessari ráðstöfun erum við að grisja í okkar hópi og við munum treysta á þá sem hafa verið ötulastir að senda okkur fréttir og þeir munu því spanna stærra svæði en áður.“ Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Strandasýslu er einn þeirra fréttaritara sem nú hafa hætt störfum fyrir Morgunblaðið. Hann hefur verið fréttaritari síðan 1996 og segist Jón vera mjög leiður yfir þessari ákvörðun Morgunblaðsins. „Með þessari ákvörðun er blaðið að senda skýr skilaboð í hinar dreifðu byggðir. Blaðið vill ekki taka þátt í lífsbaráttu fólksins á þessum stöðum. Morgunblaðið er ekki landsbyggðarblað eftir þessa ákvörðun og það þykir mér afskaplega leitt. Auðvitað er minna að frétta héðan en í stærri bæjum. Ég hef sent að jafnaði 25-30 fréttir á ári og það hefur verið aðall blaðsins að þjóna öllum byggðarlögum. Svo virðist ekki eiga að vera í framtíðinni og það er mjög leiðinlegt“, segir Jón G. Guðjónsson í samtali við vef Bæjarins besta - bb.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira