Radar sem mælir hraða snjóflóða 12. júlí 2004 00:01 Ákveðið hefur verið að setja upp mælitæki til mælinga á hraða snjóflóða á varnargörðunum á Flateyri. Um er að ræða radar sem mælir hraða snjóflóða úr Skollahvilft með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum. Þettur kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Tvö möstur fyrir radarloftnet verða sett upp á varnargarðinum undir Skollahvilft en stjórnbúnaður verður í aðveitustöð Orkubús Vestfjarða við Bót, neðan garðanna. Að sögn Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofunni, er stefnt að því að hefja framkvæmdir við verkið í vikunni. Radarinn, sem er framleiddur af svissneska fyrirtækinu AlpuG, hefur þegar verið keyptur og var hann settur upp til prófunar á tilraunasvæði Norsku jarðtæknistofnunarinnar í Ryggfonn í Vestur-Noregi. Þar hafa niðurstöður úr honum verið bornar saman við niðurstöður ýmissa annarra mælitækja þegar snjóflóðum er komið af stað með sprengingum í rannsóknarskyni. Búnaðurinn verður síðan settur upp með haustinu. Tómas segir radarinn kostaðan af Ofanflóðasjóði en hann er settur upp í tengslum við evrópska rannsóknarverkefnið Satsie sem er fjármagnað af Evrópuráðinu og Ofanflóðasjóði hér á landi. Helstu rannsóknarstofnanir á sviði snjóflóða í Evrópu taka þátt í verkefninu sem miðar að því að auka skilning á eðlisfræði snjóflóða með beinum mælingum á flóðum í náttúrulegum farvegum, eins og segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. „Á Flateyri eru einstæðar aðstæður til þess að rannsaka flæði snjóflóða sem falla á leiðigarða og þar hafa þegar fengist merkilegar mælingar á slíkum flóðum árin 1999 og 2000. Því var ákveðið að koma fyrir mælitækjum á Flateyri til þess að mæla hraða flóðanna en hraðinn er einna mikilvægasta stærðin sem ákvarðar hvernig leiðigarðar breyta stefnu snjóflóða sem á þá falla,“ segir Tómas. Radarinn greinir sjálfvirkt þegar snjóflóð fellur úr Skollahvilft og mun gera starfsmönnum Veðurstofunnar á Ísafirði og í Reykjavík viðvart um leið og það gerist. Að sögn Tómasar er hann óháður veðri og vinnur jafnt í myrkri sem dagsbirtu en svipaðir radarar eru notaðir víða í Ölpunum til þess að vara við snjóflóðum sem falla á vegi og járnbrautarteina. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp mælitæki til mælinga á hraða snjóflóða á varnargörðunum á Flateyri. Um er að ræða radar sem mælir hraða snjóflóða úr Skollahvilft með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum. Þettur kemur fram á vef Bæjarins besta í dag. Tvö möstur fyrir radarloftnet verða sett upp á varnargarðinum undir Skollahvilft en stjórnbúnaður verður í aðveitustöð Orkubús Vestfjarða við Bót, neðan garðanna. Að sögn Tómasar Jóhannessonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofunni, er stefnt að því að hefja framkvæmdir við verkið í vikunni. Radarinn, sem er framleiddur af svissneska fyrirtækinu AlpuG, hefur þegar verið keyptur og var hann settur upp til prófunar á tilraunasvæði Norsku jarðtæknistofnunarinnar í Ryggfonn í Vestur-Noregi. Þar hafa niðurstöður úr honum verið bornar saman við niðurstöður ýmissa annarra mælitækja þegar snjóflóðum er komið af stað með sprengingum í rannsóknarskyni. Búnaðurinn verður síðan settur upp með haustinu. Tómas segir radarinn kostaðan af Ofanflóðasjóði en hann er settur upp í tengslum við evrópska rannsóknarverkefnið Satsie sem er fjármagnað af Evrópuráðinu og Ofanflóðasjóði hér á landi. Helstu rannsóknarstofnanir á sviði snjóflóða í Evrópu taka þátt í verkefninu sem miðar að því að auka skilning á eðlisfræði snjóflóða með beinum mælingum á flóðum í náttúrulegum farvegum, eins og segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. „Á Flateyri eru einstæðar aðstæður til þess að rannsaka flæði snjóflóða sem falla á leiðigarða og þar hafa þegar fengist merkilegar mælingar á slíkum flóðum árin 1999 og 2000. Því var ákveðið að koma fyrir mælitækjum á Flateyri til þess að mæla hraða flóðanna en hraðinn er einna mikilvægasta stærðin sem ákvarðar hvernig leiðigarðar breyta stefnu snjóflóða sem á þá falla,“ segir Tómas. Radarinn greinir sjálfvirkt þegar snjóflóð fellur úr Skollahvilft og mun gera starfsmönnum Veðurstofunnar á Ísafirði og í Reykjavík viðvart um leið og það gerist. Að sögn Tómasar er hann óháður veðri og vinnur jafnt í myrkri sem dagsbirtu en svipaðir radarar eru notaðir víða í Ölpunum til þess að vara við snjóflóðum sem falla á vegi og járnbrautarteina.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira