Innlent

2 og 1/2 ár fyrir fjárdrátt

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, Lárus Halldórsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var jafnframt sviptur ævilangt löggildingu til endurskoðunarstarfa. Lárus var sakaður um að draga sér fé að upphæð tæplega 76 milljónir króna og áttu brotin sér stað á árunum 1992 til 2002.  Hann þarf að endurgreiða sjóðnum tæpar 48 milljónir króna en hafði áður endurgreitt tæpar 28 milljónir eftir að hafa selt eignir sínar. Lárus var einnig ákærður fyrir að hafa með skipulögðum hætti rangfært bókhald sjóðisns og ársreikninga til að leyna fjárdrættinum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að Lárus hafi sjálfur beðið um að opinber rannsókn færi fram á starfi hans fyrir Tryggingasjóð lækna sem hann hafði sinnt frá 1970. Lárusi var gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns að upphæð 500 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×