Innlent

Keyrði á hund og ók burt

Mikill söknuður ríkir á heimili Benedikts Ólafssonar og fjölskyldu eftir að annar hunda þeirra, Pjakkur, hljóp fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudagseftirmiðdag. "Ég bý á Reykjavíkurvegi og er með tvo chiwhawha-hunda. Það er hundur hinum megin við götuna og annar hundanna minna sér hann og verður svona æstur og vill hitta hann. Ég var niður í garði og heyri að það er eitthvað í gangi. Hundurinn hleypur út og beint út á götuna. Þar keyrir bíll yfir hann og hann hálsbrotnar stax en bílstjórinn keyrir í burtu," segir Benedikt. Benedikt segir fjölmarga hafa orðið vitni að slysinu. "Það fengu allir mikið sjokk og fólkið öskraði upp þegar það sá litla dýrið hlaupa út á götuna." Benedikt segir að sjónarvottarnir hafi ekki náð númerinu á bílnum en um lítinn, dökkbláan sendibíl hafi verið að ræða. "Önnur dóttir mín, tíu ára, horfir upp á þetta og áfallið er mikið," segir Benedikt. Hann biður bílstjórann að hafa samband við lögreglu svo þau geti fengið hundinn bættan úr tryggingum því hundurinn hafi kostað um 150 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×