Tveir bílar fjarlægðir 11. júlí 2004 00:01 Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt. Sjö dagar eru síðan Srí Ramawati hvarf og ekkert hefur spurst til hennar. Lögreglan er ennþá á vettvangi við rannsóknir. Fyrrverandi sambýlismaður Srí hefur verið handtekinn en hann neitar að vera valdur að hvarfi hennar. Lögreglan fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu, í Stórholti. Annarsvegar þar það vinnubíll fyrrverandi sambýlismanns og barnsföður Sri Ramawati, og hinsvegar bíll hennar sjálfrar. Jeppi sambýlismannsins hafði þegar verið fjarlægður til rannsóknar, enda hafði að sögn fundist í honum mikið blóð, sem og í íbúðinni sjálfri. DNA sýni, bæði úr einkabíl mannsins og íbúðinni, voru send til Noregs, og er vonast til að niðurstöður úr þeirri rannsókn berist eftir helgina. Sri Ramawati hvarf aðfararnótt síðasta sunnudags, og er það síðast vitað um ferðir hennar að hún fór í heimsókn til sambýlismannsins fyrrverandi. Ættingjar tilkynntu um hvarf hennar á mánudaginn og maðurinn var handtekinn á þriðjudag. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og áfrýjaði ekki þeim úrskurði. Þótt lögreglan verjist allra frétta af málinu virðist hún vera nokkuð viss um hvað hafi gerst. Hvorki hefur verið lýst eftir Sri Ramawati, né gerð að henni skipuleg leit. Nágrannar hins handtekna, sem búa á efri hæð hússins sögðu fréttastofu að þeir hafi ekki orðið varir við neitt óvenjulegt nóttina sem Sri Ramawati hvarf, þeir hafi því miður ekkert geta aðstoðað lögregluna við rannsókn hennar. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Tæknideild lögreglunnar fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu í Stórholti, þar sem Sri Ramawati var nóttina áður en hún hvarf. Nágrannar sambýlismanns hennar segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt þessa nótt. Sjö dagar eru síðan Srí Ramawati hvarf og ekkert hefur spurst til hennar. Lögreglan er ennþá á vettvangi við rannsóknir. Fyrrverandi sambýlismaður Srí hefur verið handtekinn en hann neitar að vera valdur að hvarfi hennar. Lögreglan fjarlægði í dag tvo bíla frá húsinu, í Stórholti. Annarsvegar þar það vinnubíll fyrrverandi sambýlismanns og barnsföður Sri Ramawati, og hinsvegar bíll hennar sjálfrar. Jeppi sambýlismannsins hafði þegar verið fjarlægður til rannsóknar, enda hafði að sögn fundist í honum mikið blóð, sem og í íbúðinni sjálfri. DNA sýni, bæði úr einkabíl mannsins og íbúðinni, voru send til Noregs, og er vonast til að niðurstöður úr þeirri rannsókn berist eftir helgina. Sri Ramawati hvarf aðfararnótt síðasta sunnudags, og er það síðast vitað um ferðir hennar að hún fór í heimsókn til sambýlismannsins fyrrverandi. Ættingjar tilkynntu um hvarf hennar á mánudaginn og maðurinn var handtekinn á þriðjudag. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og áfrýjaði ekki þeim úrskurði. Þótt lögreglan verjist allra frétta af málinu virðist hún vera nokkuð viss um hvað hafi gerst. Hvorki hefur verið lýst eftir Sri Ramawati, né gerð að henni skipuleg leit. Nágrannar hins handtekna, sem búa á efri hæð hússins sögðu fréttastofu að þeir hafi ekki orðið varir við neitt óvenjulegt nóttina sem Sri Ramawati hvarf, þeir hafi því miður ekkert geta aðstoðað lögregluna við rannsókn hennar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði