Innlent

Notkun geðlyfja tvöfaldast

Notkun geðlyfja hefur tvöfaldast hér á landi síðustu tuttugu ár, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Á sama tíma hefur tíðni geðsjúkdóma ekki aukist að neinu marki. Áfengisneysla hefur hinsvegar aukist um helming. Geðlyfjanotkun hefur aukist mest hjá ungu fólki.Höfundar rannsóknarinnar sem unnin var undir forystu Tómasar Helgasonar prófessors fundu ekki merki þess að geðsjúkdómar eða geðraskanir væru til muna algengari nú en áður þrátt fyrir þessa miklu notkun. Þeir benda á að sumir hafi viljað tengja aukna geðlyfjanotkun vaxandi streitu, hraða og álagi en tiltæk gögn sem styðji þá ályktun vanti. Kannanir á lífsgildum fólks bendi hinsvegar ekki til þess að merkjanlegar breytingar hafi orðið á ánægju fólks. Það er hinsvegar tekið sérstaklega fram að áfengisneysla á hvern einstakling hafi aukist um 50 prósent og tengsl áfengisneyslu og þunglyndis eru þekkt. Kristinn Tómasson segir að ef gert er ráð fyrir að þunglyndis- og kvíðaraskanir geti margfaldast hjá misnotendum áfengis sé mögulegt að skýra aukna lyfjanotkun. Núverandi rannsókn geti þó ekki sagt til um það. Kristinn segir að stóraukin drykkja, um sex og hálfur lítri af hrerinum vínanda á hvert mannsbarn sé verulegt áhyggjuefni og í andstöðu við öll manneldismarkmið. Þetta muni þýða að á næstu tíu til tuttugu árum muni heilsufarsvandræði tengd áfengisneyslu aukast verulega. Þá bæði taugasjúkdómar, skorpulifur og minnistruflanir, þetta yrði til viðbótar við þær geðraskanir tengdar áfengisneyslu sem þegar séu komnar berlega í ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×