Innlent

Vill gefa saman samkynhneigð pör

Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra. Samkvæmt lögum um staðfesta samvist frá árinu 1996 geta samkynhneigð pör aðeins fengið samvist sína staðfesta í borgaralegu umhverfi, en ekki trúarlegu, óháð því í hvaða trúfélagi þau eru. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, er ósáttur við að öll trúfélög þurfi að beygja sig undir þessi lög og telur sjálfsagt mál að þau trúfélög sem vilja vígja samkynhneigð pör fái að gera það. Hann segist lengi vel hafa staðið í þeirri trú að allsherjargoði hefði rétt til að vígja samkynhneigða, en raunin sé önnur. Ljóst sé að umrædd lög taki fyrst og fremst mið af afstöðu þjóðkirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra og önnur trúfélög verði að beygja sig undir þau uns aðskilnaður ríkis og kirkju fari fram. Hann segir lögin stangast á við persónu- og trúfrelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×