Innlent

Svanir snúa heim

Listaverkið Svanir eftir Jón Stefánsson var afhent Listasafni Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Verkið er gjöf frá dönsku konungsfjölskyldunni. Málverkið var brúðargjöf Íslenska ríkisins til Friðriks Krónprins Danmerkur og Ingiríðar drottningar þegar þau giftu sig árið 1935. Málverkið er eitt af höfuðverkum Jóns Stefánssonar og mun að öllum líkindum skipa mikilvægan sess í listaverkaeign safnsins. Verkið er til sýnis á sumarsýningu safnsins sem ber yfirskriftina Umhverfi og náttúra. Lasse Reimann, sendiherra Danmerkur, sagði í tilefni dagsins að með afhendingu listaverksins hefði ósk dönsku konungsfjölskyldunnar loks orðið að veruleika, að það kæmist aftur heim til Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×