Innlent

Listahátíð á Seyðisfirði

Framtakssöm ungmenni undirbúa listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem mun standa alla næstu viku. Á Lunga, eins og hátíðin heitir, verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi auk þess sem fjölmargar hljómsveitir stíga á svið. Það var glatt á hjalla hjá ungmennunum þar sem þau undirbjuggu hátíðina í gær. Spilað var á áströlsk frumbyggjahljóðfæri í blíðunni og taktur sleginn af mikilli festu á heldur óvenjulegar trommur. Auk heimamanna voru einnig mættar á svæðið tvær Gospel-söngkonur frá Bandaríkjunum, en þær munu leiðbeina þátttakendum á stuttnámskeiði í Gospel-söng. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja undirbúning hafa gengið vel og ljóst sé að hátíðin í ár verði með glæsilegra móti. Þá komi fólk alls staðar að úr heiminum allt frá Færeyjum til Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×