Innlent

73 % á móti frumvarpinu

Tæplega 73 prósent Íslendinga eru andvíg fjölmiðlafrumvarpinu nýja, en rúmlega 27 prósent því fylgjandi, ef dæma má af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hringt var í 800 manns en rúm 78 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Lætur því nærri að þrír af hverjum fjórum, sem láta uppi skoðun sína, eru andsnúnir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. Andstaðan við slík lög er álíka mikil og áður en nýja frumvarpið var lagt fram. Tæplega tveir þriðju þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar að forseti Íslands eigi að synja lögunum staðfestingar verði frumvarpið samþykkt á Alþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×