Innlent

Stakk sig á nál í vinnuskólanum

Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð. Arnfinnur segir þetta vera í fyrsta sinn sem einhver á vegum skólans stingur sig á sprautunál, þær hafi þó áður fundist og geti hvarvetna legið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×