Innlent

Losa fisk úr flutningabíl

Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi var kölluð út kl.6:30 í morgun eftir að fiskflutningabíll valt á móts við afleggjarann upp í Hítardal á Snæfellsnesvegi. Engin slys urðu á fólki en tæma þurfti flutningabílinn af fisknum sem hann var að flytja og voru björgunarsveitarmenn að störfum til kl.9 í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×