Innlent

Heitasti dagur ársins

Í dag er heitasti dagur ársins til þessa. Veður verður bjart og hlýtt í dag og um helgina, allra hlýjast á norður og vesturlandi. Mikill hiti er á Landsmóti Ungmennafélaganna í Skagafirði og segja mótsgestir að hitinn sé nú kominn yfir 25 stig. Þeir sem eru á leið þangað ættu að taka með sér sólarvörn, því hún mun vera uppseld á Sauðárkróki. Hitinn á hálendinu hefur verið vel yfir 20 gráður í gær og í dag. Líkist sandurinn þá heldur meira því sem þekkist í eyðimörkum sunnar á hnettinum, með tilheyrandi hillingum í fjarska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×