Innlent

Stofna stjórnmálasamband

Ísland hefur stofnað til stjórnmálasambands við fámennasta ríki Mið-Ameríku, Belís. Fastafulltrúar Íslands og Belís hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie, skrifuðu í New York á miðvikudag undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli landanna. Belís er fámennasta ríki Mið-Ameríku með um 250 þúsund íbúa en annar eins fjöldi ríkisborgara býr erlendis. Belís er einn tíundi af stærð Íslands að flatarmáli. Landið hét áður Breska Hondúras en öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi árið 1981. Fiskimið Belís eru mjög auðug og á landið samleið með Íslandi í málefnum hafsins, annars er landbúnaður helsta atvinnugreinin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×