Innlent

Porche Ástþórs ekki til

"Mér er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn svona bíl" segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. Í Porche tombólu Ástþórs Magnússonar -- sem hann vill þó ekki kannast við -- er aðalvinningurinn Porsche Cayenne jeppabifreið. Eina umboðið fyrir Porche bifreiðar hér á landi er Bílabúð Benna. Þeir segjast hafa boðið Ástþóri jeppa á góðu verði en hann neitað."Við buðum honum að panta fyrir hann bíl en hann vildi það ekki," segir Jón Kr. Stefánsson. "Ég hef aldrei heyrt um að hann hafi pantað svona bíl og er ekki kunnugt um að hann hafi flutt inn nýjan Porche í tengslum við happdrættið".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×