Innlent

Lítill kraftur í loðnuveiðum

Enginn kraftur er enn kominn í loðnuveiðarnar, en sjö skip eru djúpt norðaustur af Horni að leita fyrir sér. Tvö skip fengu góð köst í gærkvöldi en síðan ekki söguna meir. Sjómenn segja að það sé leiðinlegt ástand á loðnunni, eða þá að þeir hafi hreinlega ekki fundið stofninn, aðeins stöku torfur. Nú er auk þess kaldi á miðunum, en bundnar eru vonir við að eitthvað fari að finnast þegar lægir á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×