Innlent

Brotist inn í þrjá bústaði

Brotist hefur verið inn í þrjá sumarbústaði í Miðhúsaskógi í Biskupstungum, en óljóst er hversu miklu hefur verið stolið. Þegar eigandi eins bústaðarins kom að honum í gærkvöldi varð hann þess var að þar höfðu þjófar verið á ferð og rótað í öllu innanstokks. Fljótlega sá hann að einnig hafði verið brotist inn í tvo næstu bústaði og ætlar lögregla að kanna hvort víðar hafi verið brotist inn á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×