Innlent

Próflaus strætóbílstjóri

Próflaus strætóstjóri lenti í tveimur árekstrum sama daginn. Svo virðist sem það sé vandkvæðum bundið að fá upplýsingar um það hvort vagnstjórar hafi örugglega ökuréttindi. Bílstjórinn, sem bar ábyrgð á leið fimm á mánudag, fór yfir á rauðu ljósi við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegs þar sem hann skall á fólksbifreið. Nota varð klippur til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út en hann var þó útskrifaður samdægurs frá sjúkrahúsi. Eftir að lögregla hafði lokið sínu verki og bílstjórinn kominn undir stýri á öðrum strætisvagni ók hann um fimm mínútna leið, áður en hann lenti á kyrrstæðum bíl við apótekið við Gullteig. Sömu lögregluþjónar komu að vettvangi og þá fyrst kom í ljós að maðurinn var próflaus og hafði verið það frá því í febrúar, en aldrei skilað skírteininu til lögreglu. Þrátt fyrir það var hann ráðinn sem sumarafleysingamður hjá Strætó og stóðst öll þau próf sem lögð eru fyrir starfsmenn. Ágeir Eríksson, forstjóri Strætós bs., segir manninn hafa framvísað ökuskírteini þegar hann sótti um sumarstarfið. Hann segir ekki sjálfgefið að Strætó bs. geti fengið upplýsingar hjá Persónuvernd hvort umsækjendur séu í raun og veru með ökuréttindi í lagi. Ásgeir segir það hins vegar verða kannað núna hvort slíkt verði mögulegt í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×