Innlent

Afdráttalaus áfellisdómur

"Þetta er nokkuð afdráttarlaus áfellisdómur yfir stefnu- og metnaðarleysi stjórnvalda í málefnum háskólastigsins," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar um skýrslu ríkisendurskoðunar. Hann segir það undirstöðuatriði að til séu skýr grundvallarviðmið um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að stofnanir geti fengið starfsleyfi háskóla, annars er hættan sú að háskólahugtakið gengisfalli. Björgvin telur ekki tímabært að líta til árangurstengdra fjárveitinga. "Til að við stöndum til jafns við önnur Norðurlönd þurfum við að verja um fjórum til átta milljörðum til viðbótar til háskólastigsins. Úr því þarf að bæta áður en lengra er haldið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×