Stefna forstjóra Heilsugæslunnar 7. júlí 2004 00:01 Stjórn Félags hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að stefna Guðmundi Einarssyni, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir Félagsdóm brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Í júníbyrjun fékk hluti hjúkrunarfræðinga sem starfa við Miðstöð Heimahjúkrunar í Reykjavík bréf frá forstjóranum. Meðfylgjandi bréfinu var "þakklætisvottur fyrir þá trúmennsku og ósérhlífni..." sem viðkomandi starfsmenn sýndu í "...þeim erfiðleikum sem steðjuðu að Miðstöð Heimahjúkrunar í mars..." Téður þakklætisvottur var gjafakort í Heilsulind fyrir konur að verðmæti sautján þúsund króna. Í bréfinu frá forstjóranum er vísað til þess þegar hluti hjúkrunarfræðinga sagði starfi sínu lausu í kjölfar uppsagna á aksturssamningum og fengu þeir hjúkrunarfræðingar sem sögðu upp störfu ekki umrædda umbun. Í fjórðu grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur er ákvæði sem leggur bann við að atvinnurekendur hafi afskipti af vinnudeilum og áhrif afstöðu starfsmanna fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að "þakklætisvottur" forstjórans hafi brotið jafnræðisreglu, því þeim starfsmönnum sem nýttu lögbundin réttindi hafi ekki verið boðin nein umbun eftir að málið var leyst. "Félagsdómur þarf að úrskurða hver tímaramminn er í þessu máli," segir Elsa. "Það er okkar skilningur að þetta sé jafngildi fégreiðsla og eini hópurinn sem ekki fékk umbun var hópurinn sem barðist fyrir að halda þeim kjörum sem sagt var upp, en allur hópurinn naut afraksturins. Hann umbunar því þeim hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem af persónulegum ástæðum gátu ekki sagt upp." Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar segist ekki skilja hvernig eigi að leggja málið undir Félagsdóm með vísan í lög um stéttarfélög og vinnudeilur. "Okkar afstaða hefur verið sú að það átti sér ekki stað vinnudeila í venjulegum skilningi heldur sagði starfsfólk einfaldlega upp. Ég hef engu við það að bæta." Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Stjórn Félags hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að stefna Guðmundi Einarssyni, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir Félagsdóm brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Í júníbyrjun fékk hluti hjúkrunarfræðinga sem starfa við Miðstöð Heimahjúkrunar í Reykjavík bréf frá forstjóranum. Meðfylgjandi bréfinu var "þakklætisvottur fyrir þá trúmennsku og ósérhlífni..." sem viðkomandi starfsmenn sýndu í "...þeim erfiðleikum sem steðjuðu að Miðstöð Heimahjúkrunar í mars..." Téður þakklætisvottur var gjafakort í Heilsulind fyrir konur að verðmæti sautján þúsund króna. Í bréfinu frá forstjóranum er vísað til þess þegar hluti hjúkrunarfræðinga sagði starfi sínu lausu í kjölfar uppsagna á aksturssamningum og fengu þeir hjúkrunarfræðingar sem sögðu upp störfu ekki umrædda umbun. Í fjórðu grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur er ákvæði sem leggur bann við að atvinnurekendur hafi afskipti af vinnudeilum og áhrif afstöðu starfsmanna fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að "þakklætisvottur" forstjórans hafi brotið jafnræðisreglu, því þeim starfsmönnum sem nýttu lögbundin réttindi hafi ekki verið boðin nein umbun eftir að málið var leyst. "Félagsdómur þarf að úrskurða hver tímaramminn er í þessu máli," segir Elsa. "Það er okkar skilningur að þetta sé jafngildi fégreiðsla og eini hópurinn sem ekki fékk umbun var hópurinn sem barðist fyrir að halda þeim kjörum sem sagt var upp, en allur hópurinn naut afraksturins. Hann umbunar því þeim hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem af persónulegum ástæðum gátu ekki sagt upp." Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar segist ekki skilja hvernig eigi að leggja málið undir Félagsdóm með vísan í lög um stéttarfélög og vinnudeilur. "Okkar afstaða hefur verið sú að það átti sér ekki stað vinnudeila í venjulegum skilningi heldur sagði starfsfólk einfaldlega upp. Ég hef engu við það að bæta."
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira