Risadósin fjarlægð 7. júlí 2004 00:01 Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. Óskað hafi verið eftir leyfi sýslumannsins fyrir auglýsingunni og því ekki talið að frekari leyfi þyrfti. Ennfremur segir að ekki hafi verið ætlun fyrirtækisins að valda vegfarendum óþægindum með þessu framtaki. Fyrr í þessum mánuði létu forsvarsmenn Gunnars Majones hf. reisa eftirlíkingu af Majonesdós á landi í eigu eigenda fyrirtækisins í Villingaholtshreppi. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir auglýsingunni hjá sýslumanninum á Selfossi og var skilningur forsvarsmanna Gunnars Majones, eftir að hafa ráðfært sig við sýslumanninn, að ekki þyrfti að leita frekari leyfa hjá t.a.m. bygginganefnd svæðisins, að því er segir í yfirlýsingunni. Til þess að koma í veg fyrir frekari leiðindi vegna þessa máls munu forsvarsmenn Gunnars Majones nú láta fjarlægja eftirlíkinguna og flytja hana að skrifstofum fyrirtækisins í Hafnarfirði. Þegar hefur verið óskað eftir leyfi frá byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar til þess að reisa dósina fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að Dalshrauni 7. Í yfirlýsingunni segir ennfremur orðrétt: „Það var ekki ætlun forsvarsmanna Gunnars Majones að valda vegfarendum óþægindum með þessu framtaki, heldur einungis minna á starfsemi og vörur fyrirtækisins sem framleiddar hafa verið í 44 ár ... Hafi auglýsingin valdið einhverjum óþægindum þykir okkur það leitt og við biðjumst velvirðingar. Þá vonum við að vegfarendur sýni okkur biðlund á meðan verið er að undirbúa flutning dósarinnar stóru til nýju heimkynna hennar að Dalshrauni 7 í Hafnarfirði.“ Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. Óskað hafi verið eftir leyfi sýslumannsins fyrir auglýsingunni og því ekki talið að frekari leyfi þyrfti. Ennfremur segir að ekki hafi verið ætlun fyrirtækisins að valda vegfarendum óþægindum með þessu framtaki. Fyrr í þessum mánuði létu forsvarsmenn Gunnars Majones hf. reisa eftirlíkingu af Majonesdós á landi í eigu eigenda fyrirtækisins í Villingaholtshreppi. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir auglýsingunni hjá sýslumanninum á Selfossi og var skilningur forsvarsmanna Gunnars Majones, eftir að hafa ráðfært sig við sýslumanninn, að ekki þyrfti að leita frekari leyfa hjá t.a.m. bygginganefnd svæðisins, að því er segir í yfirlýsingunni. Til þess að koma í veg fyrir frekari leiðindi vegna þessa máls munu forsvarsmenn Gunnars Majones nú láta fjarlægja eftirlíkinguna og flytja hana að skrifstofum fyrirtækisins í Hafnarfirði. Þegar hefur verið óskað eftir leyfi frá byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar til þess að reisa dósina fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að Dalshrauni 7. Í yfirlýsingunni segir ennfremur orðrétt: „Það var ekki ætlun forsvarsmanna Gunnars Majones að valda vegfarendum óþægindum með þessu framtaki, heldur einungis minna á starfsemi og vörur fyrirtækisins sem framleiddar hafa verið í 44 ár ... Hafi auglýsingin valdið einhverjum óþægindum þykir okkur það leitt og við biðjumst velvirðingar. Þá vonum við að vegfarendur sýni okkur biðlund á meðan verið er að undirbúa flutning dósarinnar stóru til nýju heimkynna hennar að Dalshrauni 7 í Hafnarfirði.“
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira