Innlent

Segja Orkuna enn brjóta lög

Atlantsolía hefur í annað sinn sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna áframhaldandi notkunar Orkunnar á slagorðinu "alltaf ódýrust" en fyrr í vetur komst Samkeppnisstofnun að því að Orkunni væri einungis heimilt að nota slagorðið ef allar stöðvar fyrirtækisins byðu besta verðið hverju sinni. Raunin er sú að Orkan býður mun lægra verð á stöðvum sínum í Hafnarfirði, Kópavogi og á Selfossi en annars staðar og var munurinn meira en þrjár krónur miðað við heimasíðu félagsins um hádegisbil í gærdag. Talsmenn Atlantsolíu halda því fram að það brjóti í bága við tilmæli Samkeppnisstofnunar og hafa því endurnýjað kvörtun sína. Mun þetta vera í sjötta sinn sem samkeppnisaðilar Orkunnar koma á framfæri athugasemdum vegna auglýsinga fyrirtækisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×