Kortleggja kynferðisofbeldið 7. júlí 2004 00:01 "Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsynlegt er að vinna sem fyrst," segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á umfangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum. Þetta næstum hálfrar aldar gamla félag getur ekki veitt neinum af 200 félagsmönnum sínum úrræði eða meðferð eins og sakir standa. Hafdís segir að vegna þess hve viðkvæm mál sé um að ræða hjá tiltölulega fámennum hópi einstaklinga sé mikilvægt að vanda til verka. "Það má segja að undirbúningsvinna við rannsóknina sé í fullum gangi en að mörgu er að hyggja. Þetta verður að vera sérhæfð rannsókn þar sem hún verður að vera á táknmáli og laga þarf allar spurningar að heimi heyrnarlausra. Markmiðið er að sjálfsögðu að greina vandann í heild sinni, bæði umfang hans og eins hvernig best er að koma þeim til hjálpar sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverjum toga. Það er orðið afar brýnt að tryggja heyrnarlausum úrræði að gagni." Fram hefur komið að Félag heyrnarlausra hefur vitneskju um nokkur tilvik um kynferðislega misnotkun á heyrnarlausum einstaklingum innan sinna raða en Hafdís vildi ekki upplýsa um fjölda þeirra mála eða hversu alvarleg þau brot voru. Ljóst er þó að í flestum ef ekki öllum tilfellunum er um fyrnd brot að ræða og því ómögulegt að fara fram á opinbera rannsókn. Einhverjir þeirra einstaklinga sem um ræðir höfðu samband við lögreglu þegar misnotkunin átti sér stað en niðurstöður úr þeim rannsóknum liggja ekki á lausu. Engar upplýsingar fengust um hvort embætti Lögreglustjórans í Reykjavík hyggst leita sér frekari upplýsinga um þau meintu kynferðisbrot sem Félag heyrnarlausra hefur vitneskju um. Erlendis hafa farið fram rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi gagnvart heyrnarlausum og hafa niðurstöðurnar yfirleitt verið sláandi. Bandarísk rannsókn frá árinu 1991 sýnir að nær 80 prósent einstaklinga sem þjást af fötlun eða eru heyrnarskertir eða blindir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun þar í landi og að 92 prósent þeirra annað hvort þekktu eða voru skyldir gerandanum. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
"Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsynlegt er að vinna sem fyrst," segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á umfangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum. Þetta næstum hálfrar aldar gamla félag getur ekki veitt neinum af 200 félagsmönnum sínum úrræði eða meðferð eins og sakir standa. Hafdís segir að vegna þess hve viðkvæm mál sé um að ræða hjá tiltölulega fámennum hópi einstaklinga sé mikilvægt að vanda til verka. "Það má segja að undirbúningsvinna við rannsóknina sé í fullum gangi en að mörgu er að hyggja. Þetta verður að vera sérhæfð rannsókn þar sem hún verður að vera á táknmáli og laga þarf allar spurningar að heimi heyrnarlausra. Markmiðið er að sjálfsögðu að greina vandann í heild sinni, bæði umfang hans og eins hvernig best er að koma þeim til hjálpar sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverjum toga. Það er orðið afar brýnt að tryggja heyrnarlausum úrræði að gagni." Fram hefur komið að Félag heyrnarlausra hefur vitneskju um nokkur tilvik um kynferðislega misnotkun á heyrnarlausum einstaklingum innan sinna raða en Hafdís vildi ekki upplýsa um fjölda þeirra mála eða hversu alvarleg þau brot voru. Ljóst er þó að í flestum ef ekki öllum tilfellunum er um fyrnd brot að ræða og því ómögulegt að fara fram á opinbera rannsókn. Einhverjir þeirra einstaklinga sem um ræðir höfðu samband við lögreglu þegar misnotkunin átti sér stað en niðurstöður úr þeim rannsóknum liggja ekki á lausu. Engar upplýsingar fengust um hvort embætti Lögreglustjórans í Reykjavík hyggst leita sér frekari upplýsinga um þau meintu kynferðisbrot sem Félag heyrnarlausra hefur vitneskju um. Erlendis hafa farið fram rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi gagnvart heyrnarlausum og hafa niðurstöðurnar yfirleitt verið sláandi. Bandarísk rannsókn frá árinu 1991 sýnir að nær 80 prósent einstaklinga sem þjást af fötlun eða eru heyrnarskertir eða blindir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun þar í landi og að 92 prósent þeirra annað hvort þekktu eða voru skyldir gerandanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira