Innlent

Mikil samstaða meðal foreldra

SAMAN, samstarfshópur sem stuðlar að velferð barna, kynnti í gær niðurstöður könnunar sem hópurinn lét IMG Gallup gera í sumar um viðhorf foreldra til unglinga og hagi þeirra. Könnunin leiðir í ljós að að foreldrar eru sammála um flest það sem snýr að högum ungmenna og segja talsmenn SAMAN hana draga fram ákveðinn hugmyndaramma foreldra um hvernig líf unglinga eigi að vera. Meðal þess sem könnunin sýnir er að 95 prósent foreldra unglinga í 8. til 10. bekk segjast virða reglur um útivistartíma og álíka margir telja sig vita alltaf eða oftast hvað unglingurinn aðhefst þegar hann er ekki heima. Ríflega 80 prósent foreldra unglinga hafa ekki útvegað börnum sínum áfengi og vilja ekki gera það til að fylgjast með vínneyslu þeirra. Þá vildu tæp 95 prósent foreldra vilja að þeim væri sagt frá ef barn þeirra drykki án þeirrar vitundar. Foreldrar vilja almennt ekki eftirlitslausar sumarbústaðaferðir eða útilegur og vilja flestir takmarka aðgang unglinga að útihátíðum við átján ára aldur ef þeir eru ekki í fylgd með fullorðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×