Íslensk stjórnvöld gegn norskum 6. júlí 2004 00:01 Íslensk stjórnvöld afhentu norska sendiráðinu formleg mótmæli á reglugerð um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í gær. Norsk stjórnvöld settu reglugerðina 14. júní. Þar er þeim fimm ríkjum sem eiga ásamt Noregi aðild að stofnsáttmála Svalbarða veitt leyfi til að veiða samtals 80 þúsund tonn á afmörkuðum hluta svæðisins. Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins segir framhaldið undir norskum stjórnvöldum komið. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir mótmælin vera byggð á tveimur forsendum. "Í fyrsta lagi er þessi reglugerð ekki byggð á samningnum um Svalbarða, sem að mati íslenskra stjórnvalda er eini lagalegi grundvöllur fullveldisréttinda Noregs á hafsvæðum Svalbarða. Við lítum svo á að reglugerðin eigi sér enga stoð og feli í sér brot á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna." Tómas segir að af því leiði að Ísland sé óbundið að reglugerðinni. Íslensk stjórnvöld telji sig einungis bundin af þeim kvóta sem þau hafi sett einhliða, þ.e. 128.205 tonn."Síðan kemur efnisleg hlið reglugerðarinnar; þá lítum við svo á að þær takmarkanir á veiðiheimildum, þ.e.a.s. 80 þúsunda þak og afmörkun á þeim svæðum sem veiða má á, fari í bága við Svalbarðasamninginn, fáist ekki staðist enda eru þær ekki byggðar á vísindalegum grunni." Tómas segir svo virðast sem norskum stjórnvöldum sé ljóst að þeir brjóti á jafnræðisreglu samningnum. "Hingað til hafa norsk stjórnvöld gert það að skilyrði fyrir því að skip fái veiðiheimildir á Svalbarðasvæðinu að þau séu jafnframt með kvóta í eiginlegri norskri lögsögu. Við höfum litið svo á að það sé augljóst brot á jafnræðisreglu Svalbarðasamningsins að fara með Svalbarðasvæðið eins og hvert annað norkst svæði. Það er útlit fyrir að þeim hafi loksins orðið það ljóst að þetta væri brot á jafnræðisreglu samningsins því þeir setja þetta ekki lengur sem skilyrði," segir Tómas. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld afhentu norska sendiráðinu formleg mótmæli á reglugerð um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í gær. Norsk stjórnvöld settu reglugerðina 14. júní. Þar er þeim fimm ríkjum sem eiga ásamt Noregi aðild að stofnsáttmála Svalbarða veitt leyfi til að veiða samtals 80 þúsund tonn á afmörkuðum hluta svæðisins. Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins segir framhaldið undir norskum stjórnvöldum komið. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir mótmælin vera byggð á tveimur forsendum. "Í fyrsta lagi er þessi reglugerð ekki byggð á samningnum um Svalbarða, sem að mati íslenskra stjórnvalda er eini lagalegi grundvöllur fullveldisréttinda Noregs á hafsvæðum Svalbarða. Við lítum svo á að reglugerðin eigi sér enga stoð og feli í sér brot á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna." Tómas segir að af því leiði að Ísland sé óbundið að reglugerðinni. Íslensk stjórnvöld telji sig einungis bundin af þeim kvóta sem þau hafi sett einhliða, þ.e. 128.205 tonn."Síðan kemur efnisleg hlið reglugerðarinnar; þá lítum við svo á að þær takmarkanir á veiðiheimildum, þ.e.a.s. 80 þúsunda þak og afmörkun á þeim svæðum sem veiða má á, fari í bága við Svalbarðasamninginn, fáist ekki staðist enda eru þær ekki byggðar á vísindalegum grunni." Tómas segir svo virðast sem norskum stjórnvöldum sé ljóst að þeir brjóti á jafnræðisreglu samningnum. "Hingað til hafa norsk stjórnvöld gert það að skilyrði fyrir því að skip fái veiðiheimildir á Svalbarðasvæðinu að þau séu jafnframt með kvóta í eiginlegri norskri lögsögu. Við höfum litið svo á að það sé augljóst brot á jafnræðisreglu Svalbarðasamningsins að fara með Svalbarðasvæðið eins og hvert annað norkst svæði. Það er útlit fyrir að þeim hafi loksins orðið það ljóst að þetta væri brot á jafnræðisreglu samningsins því þeir setja þetta ekki lengur sem skilyrði," segir Tómas.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira