Erlent

Fílar gegn mönnum í fótbolta

Óvenjulegur fótboltaleikur fór fram í Taílandi í dag. Þar kepptu menn gegn 900 kg þungum ferfætlingum. Leikurinn var haldinn í fangelsi sem nokkurs konar viðurkenning fyrir þá fanga sem höfðu ekki fallið í þá freistni að veðja á úrslit leikja í Evrópumótinu í Portúgal. Leikmenn voru mjög ánægðir með að fá að taka þátt, þó mótherjarnir hefðu vissulega ákveðið forskot. Hver þeirra hafði jú fjóra fætur og vógu líka 900 kg og því ekki árennilegir í návígjum eða tæklingum. Snerpa mannanna var mun meiri og þeir skoruðu fyrsta markið, 1-0. En fílarnir voru ekki að baki dottnir - og enn síður þeir sem sátu þar við stjórnvölinn. Þeir áttu ýmis ráð til að skora, jafnvel með þrumuskotum einsog við sjáum í Portúgal. Leiknum lauk síðan með jafntefli í sátt og samlyndi, hvort lið skoraði 5 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×