Menning

Japanir hanna svefnvél

Nú hefur japanska fyrirtækið Matsushita hannað svefnvél en vélin tryggir víst fullan átta tíma svefn. Vélin verður kynnt í Japan í næstu viku og er áætlað að hún komist í sölu á næsta ári. Búnaðurinn verður þó ekki ókeypis en áætlað er að vélin muni kosta sem samsvarar um 2,2 milljónum króna. Í Japan er sívaxandi fjöldi fólks sem á við svefntruflanir að stríða og því halda fróðir menn því fram að þessi vél sé algjört þarfaþing. Staðreynd er að 31 prósent Japana fær ekki nægan svefn og 29 prósent af þeim segja það vera vegna of mikillar streitu. Reglulegt kynlíf virðist hjálpa námsmönnum að fá betri einkunnir, samkvæmt rannsókn félagsfræðings við háskólann í Hamborg. Kynlíf virðist auka andlega getu nemendanna og þurfa þeir að hafa minna fyrir náminu en þeir sem sofa einir. Þeir sem sofa lítið hjá þurfa því að puða meira fyrir góðum einkunnum. Vísindamenn við háskóla einn í London hafa sett fram þá kenningu að óhreinindi á heimili sporni ekki gegn ofnæmi. Vísindamennirnir vara fólk við að safna óhreinindi á heimilum sínum til að varna gegn astma og öðrum sjúkdómum. Þeir halda því einnig fram að óhreinlæti auki tíðni sýkinga. Á sumrin skín sólin stundum skært og þá er vinsælt að nota sólgleraugu. Þeir sem ganga með gleraugu þurfa þá að fá sér linsur. Ef þú ert ekki búin(n) að fara til augnlæknis í tvö ár eða meira er gott að kíkja til hans. Farðu í augnskoðun hjá augnlækninum þínum, fáðu nýja mælingu og skelltu þér síðan út í einhverja gleraugnaverslun og kauptu þér linsur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×