Innlent

Fjölmenni við útför Sigurðar

Útför Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Fjölmenni var við útförina, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sigurður Geirdal lést á Landspítalanum 28. nóvember síðastliðinn en hann var 65 ára. Hann var bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi í 14 ár, eða frá árinu 1990, allt til dauðadags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×