Einelti á ábyrgð starfsmanna 7. desember 2004 00:01 Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá vinnueftirlitinu. Reglur um aðgerðir á vinnustöðum gegn einelti verða kynntar á opnum morgunverðarfundi á Grand Hótel í dag auk niðurstaðna rannsóknarinnar. Reglugerðin verður auglýst í Stjórnartíðindum 20. desember. Svava Jónsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir reglurnar byggjast á grein í vinnuverndarlögunum og eigi að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti: "Áhersla er lögð á að atvinnurekandinn eigi að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem geti leitt til eineltis." Örar mannabreytingar á vinnustöðum, mikil streita og óstöðugleiki geti skapað þær aðstæður. Meðal þess sem rannsókn Guðbjargar og Kristins sýnir er að þeir sem verða fyrir einelti eru þrefalt líklegri til að fá sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þegar á þarf að halda. Rúmlega 35 prósent þeirra finnst vinnuálagið of mikið og rúm 42 prósent þeirra sem lent hafa í einelti finnst starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi. 47 prósent þeirra fá litla sem enga umbun fyrir vel unnin störf svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg segir að þeir sem lendi í einelti séu andlega úrvinda í lok vinnudags: "Þessi rannsókn sýnir að yfirmenn eru síður líklegir til að verða fyrir einelti en aðrir starfsmenn en aðrar rannsóknir hafa sýnt að í rauninni getur hver sem er orðið fyrir einelti, karlar og konur í hvaða stöðu sem er." Svava segir að krafa sé gerð til starfsmanna í nýju reglugerðinni: "Verði starfsfólk fyrir einelti eða að því vitni þarf það að láta vita. Það er forsendan fyrir því að atvinnurekandinn geti brugðist við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá vinnueftirlitinu. Reglur um aðgerðir á vinnustöðum gegn einelti verða kynntar á opnum morgunverðarfundi á Grand Hótel í dag auk niðurstaðna rannsóknarinnar. Reglugerðin verður auglýst í Stjórnartíðindum 20. desember. Svava Jónsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir reglurnar byggjast á grein í vinnuverndarlögunum og eigi að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti: "Áhersla er lögð á að atvinnurekandinn eigi að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem geti leitt til eineltis." Örar mannabreytingar á vinnustöðum, mikil streita og óstöðugleiki geti skapað þær aðstæður. Meðal þess sem rannsókn Guðbjargar og Kristins sýnir er að þeir sem verða fyrir einelti eru þrefalt líklegri til að fá sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þegar á þarf að halda. Rúmlega 35 prósent þeirra finnst vinnuálagið of mikið og rúm 42 prósent þeirra sem lent hafa í einelti finnst starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi. 47 prósent þeirra fá litla sem enga umbun fyrir vel unnin störf svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg segir að þeir sem lendi í einelti séu andlega úrvinda í lok vinnudags: "Þessi rannsókn sýnir að yfirmenn eru síður líklegir til að verða fyrir einelti en aðrir starfsmenn en aðrar rannsóknir hafa sýnt að í rauninni getur hver sem er orðið fyrir einelti, karlar og konur í hvaða stöðu sem er." Svava segir að krafa sé gerð til starfsmanna í nýju reglugerðinni: "Verði starfsfólk fyrir einelti eða að því vitni þarf það að láta vita. Það er forsendan fyrir því að atvinnurekandinn geti brugðist við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira