Einelti á ábyrgð starfsmanna 7. desember 2004 00:01 Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá vinnueftirlitinu. Reglur um aðgerðir á vinnustöðum gegn einelti verða kynntar á opnum morgunverðarfundi á Grand Hótel í dag auk niðurstaðna rannsóknarinnar. Reglugerðin verður auglýst í Stjórnartíðindum 20. desember. Svava Jónsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir reglurnar byggjast á grein í vinnuverndarlögunum og eigi að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti: "Áhersla er lögð á að atvinnurekandinn eigi að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem geti leitt til eineltis." Örar mannabreytingar á vinnustöðum, mikil streita og óstöðugleiki geti skapað þær aðstæður. Meðal þess sem rannsókn Guðbjargar og Kristins sýnir er að þeir sem verða fyrir einelti eru þrefalt líklegri til að fá sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þegar á þarf að halda. Rúmlega 35 prósent þeirra finnst vinnuálagið of mikið og rúm 42 prósent þeirra sem lent hafa í einelti finnst starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi. 47 prósent þeirra fá litla sem enga umbun fyrir vel unnin störf svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg segir að þeir sem lendi í einelti séu andlega úrvinda í lok vinnudags: "Þessi rannsókn sýnir að yfirmenn eru síður líklegir til að verða fyrir einelti en aðrir starfsmenn en aðrar rannsóknir hafa sýnt að í rauninni getur hver sem er orðið fyrir einelti, karlar og konur í hvaða stöðu sem er." Svava segir að krafa sé gerð til starfsmanna í nýju reglugerðinni: "Verði starfsfólk fyrir einelti eða að því vitni þarf það að láta vita. Það er forsendan fyrir því að atvinnurekandinn geti brugðist við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá vinnueftirlitinu. Reglur um aðgerðir á vinnustöðum gegn einelti verða kynntar á opnum morgunverðarfundi á Grand Hótel í dag auk niðurstaðna rannsóknarinnar. Reglugerðin verður auglýst í Stjórnartíðindum 20. desember. Svava Jónsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir reglurnar byggjast á grein í vinnuverndarlögunum og eigi að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti: "Áhersla er lögð á að atvinnurekandinn eigi að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem geti leitt til eineltis." Örar mannabreytingar á vinnustöðum, mikil streita og óstöðugleiki geti skapað þær aðstæður. Meðal þess sem rannsókn Guðbjargar og Kristins sýnir er að þeir sem verða fyrir einelti eru þrefalt líklegri til að fá sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá samstarfsmönnum þegar á þarf að halda. Rúmlega 35 prósent þeirra finnst vinnuálagið of mikið og rúm 42 prósent þeirra sem lent hafa í einelti finnst starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi. 47 prósent þeirra fá litla sem enga umbun fyrir vel unnin störf svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg segir að þeir sem lendi í einelti séu andlega úrvinda í lok vinnudags: "Þessi rannsókn sýnir að yfirmenn eru síður líklegir til að verða fyrir einelti en aðrir starfsmenn en aðrar rannsóknir hafa sýnt að í rauninni getur hver sem er orðið fyrir einelti, karlar og konur í hvaða stöðu sem er." Svava segir að krafa sé gerð til starfsmanna í nýju reglugerðinni: "Verði starfsfólk fyrir einelti eða að því vitni þarf það að láta vita. Það er forsendan fyrir því að atvinnurekandinn geti brugðist við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira