Innlent

Björgunarsveit kölluð til

Síðdegis í gær óskaði lögreglan í Keflavík eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vegna bifreiðar sem ekið hafði út af Ísólfsskálavegi í hrauninu, skammt austan við Ísólfsskála. Ekki var vitað um hvernig bifreið var að ræða en vitað var að vegfarandi á jeppa hafði reynt að aðstoða fólkið án árangurs. Var því ákveðið að senda bæði Patrol jeppa og MAN-trukk björgunarsveitarinnar á vettvang. Í ljós kom að um var að ræða fólksbifreið og sluppu ökumaður og farþegar ómeiddir. Vel gekk að draga bifreiðina upp á veg. Fréttavefur Víkurfrétta greinir frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×