Erlent

Google með nýjan leitarbúnað

Fyrirtækið Google hefur komið á fót nýjum leitarbúnaði, sem gefur notendum kost á því að leita að efni á harða drifi tölvunnar jafnauðveldlega og leitað er á Netinu. Nýi búnaðurinn leitar í skjölum, skrám, tölvupósti og skyndiskilaboðum sem vistuð er á harða drifinu. Talið er að nýi hugbúnaðurinn gefi Google forskot á keppinautana á þessu sviði, Microsoft MSN og Yahoo. Hægt er að sækja hugbúnaðinn án endurgjalds á vefsíðu Google.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×