Boða byltingu í meðferð geðsjúkra 15. október 2004 00:01 Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira