ÁTVR stefnt vegna Essó samnings 30. nóvember 2004 00:01 Verið er að undirbúa stefnu gegn Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrir brot á lögum um framkvæmd útboða vegna útboðs sem fór fram í Hveragerði. Þá samdi ÁTVR við Essó um að áfengisútsalan yrði rekin á bensínstöð fyrirtækisins. Auk Essó gerðu þrjú önnur fyrirtæki tilboð í reksturinn í Hveragerði og miðaði eitt tilboðanna að því að áfengisverslunin færi inn í Sunnumörk, nýlegt verslunarhúsnæði á staðnum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri SS verktaka sem á Sunnumörk, bendir á að samið hafi verið við Essó þrátt fyrir að fyrirtækið hafi aðeins boðið upp á um 40 fermetar húsnæði ekki 60 fermetra eins og skilmálar kváðu á um í útboðsgögnum. Hann segir einnig að enginn af bjóðendum hafi fengið formlega tilkynningu um niðurstöðu útboðsins þar með talið hvað Essó bauð. Það sé klárt brot á lögum um framkvæmd útboða og því sé lögfræðingur nú með málið til skoðunar. Samkvæmt lögunum skal opna öll tilboð samtímis á þeim stað og tíma sem kveðið er á um í auglýsingu eða sérstakri tilkynningu. Bjóðendum eða fulltrúum þeirra skal heimilt að vera viðstaddir opnun tilboðanna og þar á lesa upp heildarupphæð tilboðanna. Sveinbjörn segir að þetta hafi ekki verið gert. Raunar viti hann það ekki enn þann dag í dag hvað Essó bauð. Það sé ólíðandi. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að þetta mál sé allt með ólíkindum. Fyrir utan þau málaferli sem nú séu í farvatninu sé verið að opna áfengisverslunina, opinbera þjónustu, í fullkominni ósátt við bæjarstjórn og gegn undirskriftum 800 bæjarbúa sem vildu að hún yrði inni í Sunnumörk. Hann segist taka undir það með Sveinbirni að ekki hafi verið staðið rétt að útboðinu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segist hafa verið í leyfi þegar útboðið fór fram í Hveragerði og því geti hann ekki svarað fyrir um framkvæmd þess. Hann vísaði á Ívar Arndal, sem var settur forstjóri á þeim tíma sem útboðið fór fram. Ívar vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum blaðsins er vel hugsanlegt að fleiri muni stefna ÁTVR í kjölfarið á þessu máli í Hveragerði. Athygli vekur að í öllum þeim tilfellum var samið við fyrirtæki sem leigja aðstöðu af Essó. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Verið er að undirbúa stefnu gegn Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrir brot á lögum um framkvæmd útboða vegna útboðs sem fór fram í Hveragerði. Þá samdi ÁTVR við Essó um að áfengisútsalan yrði rekin á bensínstöð fyrirtækisins. Auk Essó gerðu þrjú önnur fyrirtæki tilboð í reksturinn í Hveragerði og miðaði eitt tilboðanna að því að áfengisverslunin færi inn í Sunnumörk, nýlegt verslunarhúsnæði á staðnum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri SS verktaka sem á Sunnumörk, bendir á að samið hafi verið við Essó þrátt fyrir að fyrirtækið hafi aðeins boðið upp á um 40 fermetar húsnæði ekki 60 fermetra eins og skilmálar kváðu á um í útboðsgögnum. Hann segir einnig að enginn af bjóðendum hafi fengið formlega tilkynningu um niðurstöðu útboðsins þar með talið hvað Essó bauð. Það sé klárt brot á lögum um framkvæmd útboða og því sé lögfræðingur nú með málið til skoðunar. Samkvæmt lögunum skal opna öll tilboð samtímis á þeim stað og tíma sem kveðið er á um í auglýsingu eða sérstakri tilkynningu. Bjóðendum eða fulltrúum þeirra skal heimilt að vera viðstaddir opnun tilboðanna og þar á lesa upp heildarupphæð tilboðanna. Sveinbjörn segir að þetta hafi ekki verið gert. Raunar viti hann það ekki enn þann dag í dag hvað Essó bauð. Það sé ólíðandi. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að þetta mál sé allt með ólíkindum. Fyrir utan þau málaferli sem nú séu í farvatninu sé verið að opna áfengisverslunina, opinbera þjónustu, í fullkominni ósátt við bæjarstjórn og gegn undirskriftum 800 bæjarbúa sem vildu að hún yrði inni í Sunnumörk. Hann segist taka undir það með Sveinbirni að ekki hafi verið staðið rétt að útboðinu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segist hafa verið í leyfi þegar útboðið fór fram í Hveragerði og því geti hann ekki svarað fyrir um framkvæmd þess. Hann vísaði á Ívar Arndal, sem var settur forstjóri á þeim tíma sem útboðið fór fram. Ívar vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum blaðsins er vel hugsanlegt að fleiri muni stefna ÁTVR í kjölfarið á þessu máli í Hveragerði. Athygli vekur að í öllum þeim tilfellum var samið við fyrirtæki sem leigja aðstöðu af Essó.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira