Innlent

Heitt vatn í Húsadal

Um síðustu helgi var lokið við að bora rúmlega kílómetra djúpa holu í Húsadal í Þórsmörk. Borun á þeim stað hafði fyrir fjórum árum gefið fyrirheit um jarðhita. Holan gefur í sjálfrennsli um tvo og hálfan lítra á sekúndu af um 40°C heitu vatni. Holan er nú að jafna sig eftir borun og á eftir að hitna eitthvað. Með virkjun holunnar er talið líklegt að ná megi upp um 50-60°C heitu vatni. Kynnisferðir ehf., sem reka ferðaþjónustu í Húsadal, segja að aðgerðin hafi heppnast vonum framar og að heita vatnið muni stórbæta alla aðstöðu félagsins í Þórsmörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×