Innlent

Umsögn Hæstaréttar afhent

Dómsmálaráðherra verður afhent í dag umsögn Hæstaréttar á hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, að sögn Þorsteinn A. Jónssonar, skrifstofustjóra réttarins. Sjö sóttu um stöðu hæstaréttardómara, í stað Péturs Kr. Hafstein, sem lætur af embætti um næstu mánaðamót, en umsóknarfrestur rann út í lok síðasta mánaðar. Umsækjendur eru Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri, Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari, Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, Leó Löve, hæstaréttarlögmaður, og Eggert Óskarsson, héraðsdómari. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, telur sig vanhæfan til að skipa í embættið vegna þeirra eftirmála sem urðu við Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embættið í fyrra, og kemur það í hlut Geirs Haarde, fjármálaráðherra, að skipa í embættið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×