Innlent

Merki berast frá hrefnum

Merki eru farin að berast frá tveimur hrefnum af fimm sem gervihnattasendar voru settir á í því skyni á fylgjast með ferðum þeirra. Byssan er engin smásmíði sem Gísli Víkingsson og samstarfsmenn hans á Hafrannsóknastofnun nota til að koma sendunum í hrefnurnar. Sendi með loftneti er skotið i hvalina en að sögn Gísla er þetta ekki verra fyrir þá en fyrir menn að fá flís í sig. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar héldu síðan út á Faxaflóa í fyrradag á hrefnuveiðibátnum Nirði til að skjóta sendunum í dýrin. Fyrstu merkin eru farin að berast frá hrefnu sem nefnd er Ingibjörg Helga. Fyrst hélt hún sig norðan Garðskaga en synti síðan aftur til baka, nær Keflavík, og síðast fengust merki frá henni litlu norðar. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur segir hrefnuna vera flökkudýr og menn vilji vita hvar hún heldur sig á veturna. Hann segir meginmarkmið ransóknanna í fyrsta lagi að komast að því hvenær hrefnan yfirgefur landið á haustin, og, hvert hún fer því vetrarsetur hrefnunar er algjörlega óþekkt eins og flestra annarra skíðishvala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×