Innlent

2 mánuðir fyrir dráttarspilsstuld

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið dráttarspil af jeppa ófrjálsri hendi og selt það. Fyrir dómi bar sakborningur að hann hafi átt í deilum við eiganda spilsins vegna ógreiddra vinnulauna af hans hendi, og hótað að taka spilið, en spileigandinn neitar því og kannst ekkert við að hafa verið varaður við. Hlaut spilþjófurinn því þennan dóm, en hann hefur áður hlotið dóm fyrir líkamsárás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×