Innlent

Actavis fær mikla umfjöllun

Á heimasíðu Kauphallarinnar í Makedóníu er að finna frétt um mögulega yfirtöku Actavis á makedóníska lyfjafyrirtækinu Alkaloid AD Skopje. Samkvæmt upplýsingum á síðu Kauphallarinnar í Makedóníu skilaði fyrirtækið um 330 milljónum króna í hagnað á síðasta ári og er markaðsvirði þess um 3,9 milljarðar króna. Samkvæmt forsvarsmönnum Actavis er hins vegar ekki fótur fyrir þessari frétt og athyglisvert að slík frétti hafi birst í erlendri kauphöll. Svo virðist sem umfjöllun um Actavis erlendis sé sífellt að færast í aukana og er skemmst að minnast umfjöllunar um fyrirtækið á netfréttamiðlinum Times Online um daginn. Þrátt fyrir að ekki sé alltaf um áreiðanlegar fréttir að ræða bendir aukin umfjöllun til þess að Actavis sé orðið þekkt fyrirtæki í lyfjaiðnaðinum. Í fréttinni, sem er dagsett 1. júní sl., kemur fram að Alkaloid sé í samningaviðræðum við samstarfsaðila um mögulega yfirtöku og hafi átt í viðræðum við Actavis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×