Tugmilljóna tjón í Freysnesi 16. september 2004 00:01 Tugmilljóna tjón varð þegar þak fauk af 300 fermetra álmu hótelsins í Freysnesi í Skaftafelli í morgun og lenti á tengibyggingu, annarri álmu og bílum. Engan sakaði í hamförunum. Hátt í 40 manns gistu á hótelinu í nótt og rigndi glerbrotum og braki yfir suma gestina sem flestir voru sofandi en engan sakaði. Þykir það með ólíkindum miðað við hvernig umhorfs er á svæðinu. Berglind Guðnadóttir, starfsmaður á hótelinu, vaknaði við ósköpin og fór strax að huga að gestunum. Hún segir þeim hafa verið smalað úr herbergjunum og niður í kjallara hússins. Að því loknu kom bíll björgunarsveitarinnar, svokallaður brynbíll, og ferjaði fólkið yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Berglind segir að hótelgestunum hafi brugðið nokkuð en samt haldið ró sinni og allt hafi gengið eins og í sögu. Að sögn Jóns Benediktssonar staðarhaldara er nú komið í ljós að annað hús í hótelþyrpingunni hefur skekkst á grunninum og ljósastaurar brotnað eins og eldspýtur, enda var vindhraðinn gríðarlegur. Vindmælar hvor sínu megin við Freysnes, annars vegar á Steinum undir Eyjafjöllum og hins vegar á Sandfelli, sýndu allt að 52 metra á sekúndu og vindmælirinn á Hrauni undir Eyjafjöllum fauk hreinlega út í buskann og mælir ekki meir. 33 metrar á sekúndu eru tólf vindstig, eða fárviðri, þannig að vindhraðinn fór heilum 20 metrum á sekúndu, eða sem nemur einu hvassviðri, umfram fárviðrið. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á staðinn snemma í morgun til að koma í veg fyrir enn frekara tjón. Nú þegar er ljóst að það hleypur á tugum milljóna króna. Hótelið mun hins vegar vera hamfaratryggt þannig að það er væntanlega sterkbyggt vel að mati tryggingafélagsins. Nú er unnið að hreinsun og tiltekt en óljóst hvenær hægt verður að taka við gestum á ný í þær álmur sem heilar eru. Ljóst er þó að enduruppbygging á skemmdu álmunni mun taka einhvern tíma. Töluvert tjón varð einnig annars staðar á Suðvesturlandi í óveðrinu í nótt. Á bænum Velli í grennd við Hvolsvöll var maður í hættu þegar þak fauk í heilu lagi af gömlu mannlausu íbúðarhúsi og lenti á öðru íbúðarhúsi þar sem maðurinn stóð við glugga þegar brakið skall á húsinu og skemmdi klæðningu. Tré brotnuðu niður í nokkrum görðum á Hvolsvelli og járnplötur losnuðu þar af þökum, sem ekki hefur gerst síðan í febrúarveðrinu mikla fyrir þrettán árum. Vindhraði á þessum slóðum mældist allt að 44 metrum á sekúndu í nótt. Þar og víða annars staðar voru björgunarsveitir kallaðar út til að hefta fjúkandi stillasa, gervihnattadiska og ýmislegt lauslegt, sem fólk er ekki búið að njörva niður fyrir veturinn. Í Eyjum fauk járnplata meðal annars í gegnum stofuglugga og inn á gólf. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til aðstoðar. Þá komst Herjólfur ekki út samkvæmt áætlun og fer hann ekki fyrr en klukkan fjögur í dag enda er enn haugabrim í Þorlákshöfn. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun en hefur verið að komast í samt lag. Í morgun hafði lögreglunni í Reykjavík borist tíu beiðnir um aðstoð vegna foks af ýmsu tagi og björgunarsveitarmenn létu til sín taka á tuttugu stöðum. á einum stað liðaðist meðal annars húsbíll í sundur eftir að vindur komst inn í hann. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir í suðurbugt Reykjavíkurhafnar til að hemja þar báta flotbryggjur og landganga. Þar varð eitthvert tjón á bátum. Á Selfossi var hins vegar minni vindur en þar gerði úrhellis rigningu upp ur klukkan þrjú í nótt. Á Reykjanesi var hvasst í nótt en hvergi til vandræða svo vitað sé og millilandaflug gekk samkvæmt áætlun. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er veðrið nú víðast hvar gengið niður og til norðurs og farið er að hvessa um norðanvert landið. Þar verður vindhraðinn þó hvergi nærri eins mikill og hann var á Suðurlandi í nótt. Hægt er að hlusta á viðtal við Berglindi Guðnadóttur, starfsmann hótelsins í Freysnesi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Tugmilljóna tjón varð þegar þak fauk af 300 fermetra álmu hótelsins í Freysnesi í Skaftafelli í morgun og lenti á tengibyggingu, annarri álmu og bílum. Engan sakaði í hamförunum. Hátt í 40 manns gistu á hótelinu í nótt og rigndi glerbrotum og braki yfir suma gestina sem flestir voru sofandi en engan sakaði. Þykir það með ólíkindum miðað við hvernig umhorfs er á svæðinu. Berglind Guðnadóttir, starfsmaður á hótelinu, vaknaði við ósköpin og fór strax að huga að gestunum. Hún segir þeim hafa verið smalað úr herbergjunum og niður í kjallara hússins. Að því loknu kom bíll björgunarsveitarinnar, svokallaður brynbíll, og ferjaði fólkið yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Berglind segir að hótelgestunum hafi brugðið nokkuð en samt haldið ró sinni og allt hafi gengið eins og í sögu. Að sögn Jóns Benediktssonar staðarhaldara er nú komið í ljós að annað hús í hótelþyrpingunni hefur skekkst á grunninum og ljósastaurar brotnað eins og eldspýtur, enda var vindhraðinn gríðarlegur. Vindmælar hvor sínu megin við Freysnes, annars vegar á Steinum undir Eyjafjöllum og hins vegar á Sandfelli, sýndu allt að 52 metra á sekúndu og vindmælirinn á Hrauni undir Eyjafjöllum fauk hreinlega út í buskann og mælir ekki meir. 33 metrar á sekúndu eru tólf vindstig, eða fárviðri, þannig að vindhraðinn fór heilum 20 metrum á sekúndu, eða sem nemur einu hvassviðri, umfram fárviðrið. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á staðinn snemma í morgun til að koma í veg fyrir enn frekara tjón. Nú þegar er ljóst að það hleypur á tugum milljóna króna. Hótelið mun hins vegar vera hamfaratryggt þannig að það er væntanlega sterkbyggt vel að mati tryggingafélagsins. Nú er unnið að hreinsun og tiltekt en óljóst hvenær hægt verður að taka við gestum á ný í þær álmur sem heilar eru. Ljóst er þó að enduruppbygging á skemmdu álmunni mun taka einhvern tíma. Töluvert tjón varð einnig annars staðar á Suðvesturlandi í óveðrinu í nótt. Á bænum Velli í grennd við Hvolsvöll var maður í hættu þegar þak fauk í heilu lagi af gömlu mannlausu íbúðarhúsi og lenti á öðru íbúðarhúsi þar sem maðurinn stóð við glugga þegar brakið skall á húsinu og skemmdi klæðningu. Tré brotnuðu niður í nokkrum görðum á Hvolsvelli og járnplötur losnuðu þar af þökum, sem ekki hefur gerst síðan í febrúarveðrinu mikla fyrir þrettán árum. Vindhraði á þessum slóðum mældist allt að 44 metrum á sekúndu í nótt. Þar og víða annars staðar voru björgunarsveitir kallaðar út til að hefta fjúkandi stillasa, gervihnattadiska og ýmislegt lauslegt, sem fólk er ekki búið að njörva niður fyrir veturinn. Í Eyjum fauk járnplata meðal annars í gegnum stofuglugga og inn á gólf. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til aðstoðar. Þá komst Herjólfur ekki út samkvæmt áætlun og fer hann ekki fyrr en klukkan fjögur í dag enda er enn haugabrim í Þorlákshöfn. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun en hefur verið að komast í samt lag. Í morgun hafði lögreglunni í Reykjavík borist tíu beiðnir um aðstoð vegna foks af ýmsu tagi og björgunarsveitarmenn létu til sín taka á tuttugu stöðum. á einum stað liðaðist meðal annars húsbíll í sundur eftir að vindur komst inn í hann. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir í suðurbugt Reykjavíkurhafnar til að hemja þar báta flotbryggjur og landganga. Þar varð eitthvert tjón á bátum. Á Selfossi var hins vegar minni vindur en þar gerði úrhellis rigningu upp ur klukkan þrjú í nótt. Á Reykjanesi var hvasst í nótt en hvergi til vandræða svo vitað sé og millilandaflug gekk samkvæmt áætlun. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er veðrið nú víðast hvar gengið niður og til norðurs og farið er að hvessa um norðanvert landið. Þar verður vindhraðinn þó hvergi nærri eins mikill og hann var á Suðurlandi í nótt. Hægt er að hlusta á viðtal við Berglindi Guðnadóttur, starfsmann hótelsins í Freysnesi, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira