Innlent

Sorphirðugjöld hækki um þriðjung

Sorphirðugjöld fólks í Reykjavík sem ekki sættir sig við tunnur séu tæmdar sjaldnar hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 15 prósent frá því sem nú er. Tillögur nefndarinnar kynntar í borgarráði í gær. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar sem kynntar voru í gær ná til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um 35 prósent með minni tíðni og fara þá í 6.305 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×