Grunnskólanemum fækkar lítillega 23. ágúst 2004 00:01 Sumarfríi grunnskólanema er lokið. Um 44.450 nemendur stunda grunnskólanám í vetur sem er um 400 færri nemendur en í fyrra. Í Reykjavík eru nemendur um 15.500 og fækkar lítillega. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir ánægjulegt að nú sé í fyrsta sinn á hennar átta ára starfsferli ekki kapphlaup um að klára grunnskólabyggingar áður en skólahald hefjist. "Meðan að einsetningin stóð yfir vorum við með tvær til fjórar byggingar sem þurfti að klára fyrir hvert skólaár. Oft var það tæpt þar sem stuttur byggingartími er á sumrinn," segir Gerður. Daníel Gunnarsson, skólastjóri í Ölduselsskóla í Seljahverfi, segir fyrsta skóladaginn hafa verið börnunum ánægjulegur. "Börnin eru full eftirvæntingar og gleði. Þau eru fegin að koma í skólann aftur og fegin að hitta félagana. Þau hafa gaman að því að takast á við ný verkefni," segir Daníel. Um sexhundruð nemendur stunda nám í fyrsta til tíunda bekk Ölduselsskóla. Gerður segir mjög vel hafa gengið að ráða kennara til starfa í höfuðborginni: "Það hefur gengið betur að manna skólana eftir síðustu kjarasamninga því þá urðu talsverðar hækkanir á launum." Kennarar standa í kjaraviðræðum og vofir verkfall yfir skólastarfinu næsta mánuðinn. Náist ekki kjarasamningar fyrir 20. september skellur verkfall á. Gerður vonar að skólarnir byrji þrátt fyrir það eins og ekkert hafi í skorist: "Ég vona að sjálfsögðu að það verði ekki verkfall. Ég trúi því að aðilar semji." Daníel segir ekki einn einasta krakka í Ölduselsskóla hafa minnst á yfirvofandi verkfall kennara á fyrsta skóladeginum: "Þau eru upptekin af núinu og takast á við upphaf skólaársins. Þau eru með nýjar skólabækur. Nýja stundatöflu og jafnvel nýja bekkjarfélaga." Daníel segir 32 nemendur koma úr örðum grunnskóla til náms í Ölduselsskóla. Vel sé tekið á móti börnunum sem hafi ásamt aðstandendum verið boðið á kynningarfund þar sem skólinn og hverfið hafi verið kynnt. Um 90 manns mættu á kynninguna. Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Sumarfríi grunnskólanema er lokið. Um 44.450 nemendur stunda grunnskólanám í vetur sem er um 400 færri nemendur en í fyrra. Í Reykjavík eru nemendur um 15.500 og fækkar lítillega. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir ánægjulegt að nú sé í fyrsta sinn á hennar átta ára starfsferli ekki kapphlaup um að klára grunnskólabyggingar áður en skólahald hefjist. "Meðan að einsetningin stóð yfir vorum við með tvær til fjórar byggingar sem þurfti að klára fyrir hvert skólaár. Oft var það tæpt þar sem stuttur byggingartími er á sumrinn," segir Gerður. Daníel Gunnarsson, skólastjóri í Ölduselsskóla í Seljahverfi, segir fyrsta skóladaginn hafa verið börnunum ánægjulegur. "Börnin eru full eftirvæntingar og gleði. Þau eru fegin að koma í skólann aftur og fegin að hitta félagana. Þau hafa gaman að því að takast á við ný verkefni," segir Daníel. Um sexhundruð nemendur stunda nám í fyrsta til tíunda bekk Ölduselsskóla. Gerður segir mjög vel hafa gengið að ráða kennara til starfa í höfuðborginni: "Það hefur gengið betur að manna skólana eftir síðustu kjarasamninga því þá urðu talsverðar hækkanir á launum." Kennarar standa í kjaraviðræðum og vofir verkfall yfir skólastarfinu næsta mánuðinn. Náist ekki kjarasamningar fyrir 20. september skellur verkfall á. Gerður vonar að skólarnir byrji þrátt fyrir það eins og ekkert hafi í skorist: "Ég vona að sjálfsögðu að það verði ekki verkfall. Ég trúi því að aðilar semji." Daníel segir ekki einn einasta krakka í Ölduselsskóla hafa minnst á yfirvofandi verkfall kennara á fyrsta skóladeginum: "Þau eru upptekin af núinu og takast á við upphaf skólaársins. Þau eru með nýjar skólabækur. Nýja stundatöflu og jafnvel nýja bekkjarfélaga." Daníel segir 32 nemendur koma úr örðum grunnskóla til náms í Ölduselsskóla. Vel sé tekið á móti börnunum sem hafi ásamt aðstandendum verið boðið á kynningarfund þar sem skólinn og hverfið hafi verið kynnt. Um 90 manns mættu á kynninguna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira