Innlent

Hugað að sameiningu

Forystumenn Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur hafa átt viðræður undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna skólanna tveggja. Menntamálaráðuneytið hafði frumkvæði að viðræðunum. Er það mat ráðuneytisins og skólanna tveggja að með sameiningu skólanna felist sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag. Nú eru 14 hundruð nemendur í Háskóla Reykjavíkur og tæplega eitt þúsund í Tækniháskólanum. Skólarnir hafa báðir unnið að uppbyggingu náms í rekstrar- og viðskiptafræði og eru greinarnar kenndar í báðum skólunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×