Innlent

Ásatrúarmenn helga Kárahnjúka

Ásatrúarmenn og náttúruunnendur fjölmenntu við Kárahnjúka í gær og helguðu landið og báðu því griða. Allsherjargoði segir að ekki megi gefast upp, landið og umheimurinn eigi það inni hjá mönnum. Um það bil sextíu manns komu saman til að biðja landinu griða. Viðstaddir voru á öllum aldri og af ýmsum tegundum. Helgunin fór fram á táknrænan hátt undir stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar allsherjargoða. Hann segir ásatrúarmenn og náttúruunnendur vera að sýna landinu þannn hug sem þeir beri til þess. Auk þess sé þetta kannski ákveðin kveðjustund þó hann voni að einhverjum snúist hugur í þessu máli, þrátt fyrir borna von í þeim efnum.  Hilmar Örn segir ekki hægt að gefast upp í þessari baráttu, fólk skuldi landinu og umheiminum það. Hann var ánægður með þann mannfjölda sem mætti enda var þessi athöfn ákveðin með stuttum fyrirvara. En hann segir athöfnina hafa verið jákvæða; niðurrifið sé „hinum megin“ en hans fólk sé að reyna að byggja upp og halda við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×