Innlent

Alvarlega slösuð eftir bílveltu

Kona og unglingspiltur slösuðust alvarlega þegar jeppi fór út af Suðurlandsvegi við bæinn Steina undir Eyjafjöllum í gærkvöld. Fjórir voru í bílnum. Tildrög slyssins eru í rannsókn en sjónarvottar segja að jeppinn hafi ekið um stund á löglegum hraða en skyndilega skrikað til á veginum, farið yfir á rangan vegarhelming og út af vinstra megin. Eftir það valt jeppinn í það minnsta tvær veltur. Konan og pilturinn eru á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×