Starfið mitt 20. ágúst 2004 00:01 <>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt." Atvinna Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
<>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt."
Atvinna Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira