Bíll fyrir milljónamæringa 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is Bílar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira
Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Sjá meira